Stór frumkvöðlaráðstefna til Íslands

Útskriftarhópurinn úr MBA-námi Háskólans í Reykjavík.
Útskriftarhópurinn úr MBA-námi Háskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

MIT há­skól­inn í Banda­ríkj­un­um hef­ur valið MBA í Há­skól­an­um í Reykja­vík úr hópi 20 um­sækj­enda til að halda eina stærstu frum­kvöðlaráðstefnu heims í mars á næsta ári. Ráðstefn­an heit­ir MIT Global Start-up Works­hop og dreg­ur til sín um 500 frum­kvöðla, fjár­festa, stjórn­mála­menn, há­skóla­kenn­ara og nem­end­ur alls staðar að úr heim­in­um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Aðal­steinn Leifs­son, for­stöðumaður MBA náms­ins, til­kynnti þetta á út­skrift MBA-nema frá Há­skól­an­um í Reykja­vík í dag. Hann seg­ir þetta af­skap­lega mik­inn heiður fyr­ir HR og að marg­ir virt­ir skól­ar hefðu verið á meðal um­sækj­enda.

Einnig til­kynnti Aðal­steinn að dr. Daniel Isen­berg, pró­fess­or í ný­sköp­un frá Har­vard há­skóla, hefði verið ráðinn til skól­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka