Þingmenn fá ekkert að vita

Guðlaugur Þór Þórðarson á þingi.
Guðlaugur Þór Þórðarson á þingi. Ómar Óskarsson

„Þetta er orðið al­gjör­lega frá­leitt ástand hvað upp­lýs­inga­gjöf­in til viðskipta­nefnd­ar er lít­il,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem á sæti í viðskipta­nefnd Alþing­is.  Hann seg­ir að kallað hafi verið eft­ir því í vik­unni hvers vegna frum­varp um lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki ætti að af­greiða með þeim flýti sem gert var. Frum­varpið var samþykkt í gær­kvöldi. Á frum­varpið að heim­ila út­greiðslu inn­stæðna og launa starfs­fólks á upp­sagn­ar­fresti, þó svo að ekki sé búið að innkalla all­ar kröf­ur í þrota­bú gömlu bank­anna.

„Það feng­ust ekki svör, eða mis­vís­andi svör, við því af hverju það var gert. Svo kem­ur í ljós í gegn­um fjöl­miðla að skýr­ar hót­an­ir hafi legið fyr­ir frá þýsk­um yf­ir­völd­um. Maður myndi þá ætla að það væri ein ástæðan og kannski aðalástæðan, fyr­ir því að menn voru að flýta sér jafn­mikið og raun bar vitni,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Þarna vís­ar Guðlaug­ur Þór í frétt Stöðvar 2 frá því í gær, um að þýska fjár­málaráðuneytið hafi sent skila­nefnd Kaupþings bréf og knúið á um að inni­stæður 30.000 þýskra spari­fjár­eig­enda í Kaupþing Edge yrðu greidd­ar út hið fyrsta. Ann­ars sæju þýsk stjórn­völd til þess að af­leiðing­arn­ar yrðu slæm­ar fyr­ir Íslend­inga, í viðræðum við ESB og í samn­ing­um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

„Ein­hvern veg­inn er til­finn­ing mín sú að það vanti enn eitt­hvað af púsl­um í þessa mynd. Það vant­ar al­gjör­lega heild­ar­mynd­ina og það hlýt­ur að vera ábyrgðar­hluti hjá meiri­hlut­an­um í þing­inu að af­greiða eins stór mál og þetta, án þess að þing­menn hafi vitn­eskju um svona hluti. Ekki nema að það séu ein­hverj­ir leynifund­ir með þing­mönn­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þar sem þeir eru upp­lýst­ir um eitt­hvað sem aðrir þing­menn ekki fá að vita. En það er mér ekki kunn­ugt um,“ bæt­ir Guðlaug­ur við.

Hann seg­ir að þing­mönn­um hafi verið tjáð að lög­in yrðu að kom­ast í gegn í viku­lok­in vegna hags­muna þess­ara þýsku inni­stæðueig­enda. Þegar gengið hafi verið á Gylfa Magnús­son viðskiptaráðherra hafi hann hins veg­ar geng­ist við því að ekki lægi svo mjög á mál­inu af þeirri ástæðu. Bréf var sent til Þýska­lands á mánu­dag­inn til að óska eft­ir upp­lýs­ing­um um reikn­inga inni­stæðueig­end­anna, til að leggja inn á, en viðbúið var að það tæki daga eða vik­ur að fá þær upp­lýs­ing­ar og því næg­ur tími til að ræða málið á þingi.

Þá hafi því verið borið við að það lægi á laga­breyt­ing­unni svo hægt væri að greiða banka­starfs­mönn­um á upp­sagn­ar­fresti laun. Svo hafi komið fram um­sagn­ir sem sögðu óvíst að frum­varpið dygði óbreytt til að heim­ila það. Sú út­skýr­ing hafi því einnig fallið um sig sjálfa.

„Ástæðan fyr­ir því að farið er af stað með þetta frum­varp núna er sú að menn vönduðu sig ekki nægi­lega vel áður,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór og vís­ar í fyrri breyt­ing­ar á lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki í apríl síðastliðnum. „Það var eitt og sér næg ástæða til að taka núna þann tíma sem menn gátu fengið, til að vanda meðferð máls­ins.“

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra er af þingmönnum stjórnarandstöðunnar sagður hafa lítinn …
Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra er af þing­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar sagður hafa lít­inn áhuga á því að upp­lýsa viðskipta­nefnd um gang mála. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert