Á 180 km hraða í Öxnadal

Úr Öxnadal.
Úr Öxnadal.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri hef­ur haft af­skipti af fjölda öku­manna um helg­ina, einkum vegna hraðakst­urs.  Á föstu­dags­kvöldið voru nokkr­ir öku­menn myndaðir með hraðamynda­vél í Öxna­dal og sáust þar töl­ur eins og 127, 135 og sá sem hraðast ók var myndaður á 180 km hraða.

Mál öku­manns var tekið fyr­ir í gær og var hann svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða en end­an­leg af­greiðsla fer fram síðar. Að sögn lög­reglu gat maður­inn enga skýr­ingu gefið á þessu.

 Aðrir öku­mennn sem myndaðir voru mega eiga von á bréfi í pósti ein­hvern næstu daga þar sem þeim er kynnt niðurstaða mæl­ing­ar­inn­ar sem og upp­hæð sekta sem al­mennt er á bil­inu 10-30.000 krón­ur

Tveir öku­menn hafa einnig verið tekn­ir fyr­ir grun um ölv­un við akst­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert