Á 180 km hraða í Öxnadal

Úr Öxnadal.
Úr Öxnadal.

Lögreglan á Akureyri hefur haft afskipti af fjölda ökumanna um helgina, einkum vegna hraðaksturs.  Á föstudagskvöldið voru nokkrir ökumenn myndaðir með hraðamyndavél í Öxnadal og sáust þar tölur eins og 127, 135 og sá sem hraðast ók var myndaður á 180 km hraða.

Mál ökumanns var tekið fyrir í gær og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða en endanleg afgreiðsla fer fram síðar. Að sögn lögreglu gat maðurinn enga skýringu gefið á þessu.

 Aðrir ökumennn sem myndaðir voru mega eiga von á bréfi í pósti einhvern næstu daga þar sem þeim er kynnt niðurstaða mælingarinnar sem og upphæð sekta sem almennt er á bilinu 10-30.000 krónur

Tveir ökumenn hafa einnig verið teknir fyrir grun um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert