Braust strax inn aftur

mbl.is/Júlíus

Karl­maður um tví­tugt var hand­tek­inn síðdeg­is í dag, grunaður um að hafa brot­ist inn í hús í Hafnar­f­irði þar sem hann lenti í átök­um við hús­ráðand­ann. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is er ungi maður­inn einn þeirra, sem hand­tek­inn var fyr­ir inn­brot og rán í hús við Barðaströnd á Seltjarn­ar­nesi í síðustu viku þar sem ráðist var á hús­ráðanda.

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vaknaði maður, sem býr í húsi í Hafnar­f­irði og hafði lagt sig, við um­gang um klukk­an 17 í dag. Reynd­ist ung­ur maður hafa brot­ist inn í húsið og hafði safnað sam­an hlut­um sem hann hugðist hafa með sér á brott. Til átaka kom milli mann­anna tveggja. Inn­brotsþjóf­ur­inn flúði síðan á braut en hús­ráðand­inn hringdi á lög­reglu.

Þrír menn voru hand­tekn­ir vegna ráns­ins á Barðaströnd og tveir þeirra voru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 3. júní. Varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu staðfesti, að mönn­un­um hefði verið sleppt úr haldi um helg­ina þar sem málið tald­ist upp­lýst og því voru rann­sókn­ar­hags­mun­ir ekki fyr­ir hendi til að halda þeim leng­ur.

Varðstjór­inn vildi hins veg­ar ekki staðfesta, að ann­ar mann­anna hefði verið hand­tek­inn á ný nú síðdeg­is vegna inn­brots­ins í Hafnar­f­irði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert