Braut lög með auglýsingu

Neyt­enda­stofa tel­ur, að fyr­ir­tækið Garðlist hafi brotið lög um viðskipta­hætti og markaðssetn­ingu með aug­lýs­ingu, sem ný­lega var bor­in inn á flest heim­ili í land­inu og leit út eins og sendi­bréf frá ná­grönn­um í næsta húsi.

Neyt­enda­stofu bár­ust fjöl­marg­ar kvart­an­ir frá neyt­end­um sem ekki áttuðu sig á því að um aug­lýs­ingu væri að ræða fyrr en búið var að ganga úr skugga um að bréfið kæmi ekki frá nein­um ná­granna þeirra. Vísuðu nokkr­ir til þess að í hús­inu byggju bæði Gunn­ar og Sigga og lýs­ing­in í bréf­inu ætti vel við um þá vinnu sem unn­in hafi verið í garðinum og umræður vegna þess. Því hafi bréfið verið mjög trú­verðugt og ekk­ert sem benti til þess að um aug­lýs­ingu væri að ræða.

Neyt­enda­stofa seg­ir, að sam­kvæmt lög­um eigi aug­lýs­ing­ar alltaf að vera þannig gerðar að neyt­end­ur átti sig á því að um aug­lýs­ingu sé að ræða. Í aug­lýs­ingu Garðlist­ar hafi staðið í ör­smáu letri fram­an á bréf­inu að það væri aug­lýs­ing frá Garðlist. Að öðru leyti hafi ekk­ert í sendi­bréf­inu gefið til kynna að um aug­lýs­ingu væri að ræða. Neyt­enda­stofa taldi það því ekki full­nægj­andi og bannaði Garðlist að birta aug­lýs­ing­ar með þess­um hætti.

Á heimasíðu Garðlist­ar er fjallað um aug­lýs­ing­una og seg­ir þar, að hún hafi vakið al­veg gríðarlega góð viðbrögð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert