Dalai Lama í heimsókn

Látlaus móttökuathöfn fór fram á Hilton hóteli í kvöld.
Látlaus móttökuathöfn fór fram á Hilton hóteli í kvöld. mbl.is/Kristinn

Dalai Lama, trú­ar­leiðtogi Tíbeta, kom í kvöld til Íslands og mun dvelja hér á landi næstu dag­ana. Hann kom frá Kaup­manna­höfn í kvöld og mun á morg­un tala þátt í friðar­stund í Hall­gríms­kirkju í boði bisk­ups Íslands.

Lát­laus mót­töku­at­höfn var á Hilt­on hót­eli í kvöld þegar Dalai Lama kom þangað. Um tveir tug­ir manna tóku þar á móti trú­ar­leiðtog­an­um.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dalai Lama heim­sæk­ir Ísland en hann hef­ur heim­sótt fjölda landa und­an­far­in 50 ár, ým­ist sem gest­ur trú­fé­laga, rík­is­stjórna eða í boði einkaaðila.

At­höfn­in í Hall­gríms­kirkju hefst klukk­an 15 á morg­un og verður opin al­menn­ingi.

Dalai Lama mun einnig halda fyr­ir­lest­ur í Laug­ar­dals­höll þann 2. júní kl. 15 þar sem hann fjall­ar um lífs­gildi, viðhorf og leiðir til lífs­ham­ingju ásamt því að svara fyr­ir­spurn­um.

Fé­lagið Dalai Lama á Íslandi stend­ur fyr­ir heim­sókn­inni og hef­ur séð um all­an und­ir­bún­ing henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert