Fjórir mánuðir fyrir líkamsárás

mbl.is/ÞÖK

Karl­maður var í vik­unni dæmd­ur í fjög­urra mánaða fang­elsi í Héraðsdómi Vest­ur­lands, fyr­ir lík­ams­árás, sem hann framdi á veit­ingastaðnum Vinakaffi í Borg­ar­nesi þann 25. októ­ber síðastliðinn.

Rak hann þar öðrum manni hnefa­högg í and­litið svo hann nef­brotnaði og sparkaði svo í öxl og and­lit ann­ars manns, sem lá í gólf­inu. Var ákært fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás vegna þess. Hafði maður­inn komið inn á staðinn með fé­laga sín­um og höfðu þeir látið ófriðlega, en að sögn vitna hafði ró­leg stemn­ing verið inni á staðnum þar til þeir komu þangað.

Við yf­ir­heyrsl­ur bar ákærði því við að muna ekk­ert eft­ir at­vik­inu sjálfu, sök­um mik­ill­ar áfeng­isneyslu þetta kvöld. Hann myndi aðeins eft­ir þvögu af fólki og síðan að vera kom­inn inn í lög­reglu­bíl. Hann hef­ur fjór­um sinn­um áður verið dæmd­ur fyr­ir brot, meðal ann­ars lík­ams­árás­ir og ólög­mæta nauðung, á ára­bil­inu 1997 til 2004.

Hann var einnig dæmd­ur til að greiða rúm­ar 200.000 krón­ur í miska­bæt­ur og tæp­ar 300.000 krón­ur í máls­kostnað fyr­ir sig og mann­inn sem hann kýldi í and­litið.

Bene­dikt Boga­son héraðsdóm­ari kvað upp  dóm­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert