Nauðsynlegt að hlusta á börnin á erfiðum tímum

Fjóla minnir á að 1717 síminn er opinn allan sólarhringinn.
Fjóla minnir á að 1717 síminn er opinn allan sólarhringinn. mbl.is/Golli

„Þessu er ekki bara beint til barn­anna held­ur líka til for­eldra og aðstand­enda. Við vilj­um vekja at­hygli á því hvað sam­vera og það að hlusta á börn­in skipt­ir miklu máli,“ seg­ir Fjóla Ein­ars­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717.

Í dag hefst átaksvika Hjálp­arsím­ans und­ir yf­ir­skrift­inni Hlust­um á börn­in þar sem m.a. verður minnt á að börn og ung­ling­ar geta leitað til Hjálp­arsím­ans eft­ir ráðgjöf og upp­lýs­ing­um.

Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir sýna að þung­lyndi og kvíði for­eldra fær­ist yfir á börn þeirra og við erfiðar aðstæður eykst hætt­an á að börn verði fyr­ir of­beldi eða verði vitni að því. Að sögn Fjólu hafa börn allt niður í 10 ára ald­ur hringt í Hjálp­arsím­ann 1717 þótt al­geng­ara sé að ung­ling­ar leiti þangað, en mik­il­vægt sé að þau viti að þetta úrræði sé fyr­ir hendi.

„Þeir sem svara í sím­ann hafa fengið mjög viðamikla þjálf­un í viðtals­tækni, sál­rænni skyndi­hjálp og þess hátt­ar,“ seg­ir Fjóla. Þeim sem eiga í mikl­um sam­skipta­erfiðleik­um við börn­in sín og ung­linga er í fram­hald­inu beint til Fjöl­skyldumiðstöðvar­inn­ar að sögn Fjólu. Al­gengt er að aukið álag og streita í sam­fé­lag­inu hafi áhrif á fjöl­skyldu­lífið enda hef­ur mál­um hjá Fjöl­skyldumiðstöðinni fjölgað um hátt í 40% frá sama tíma í fyrra.

Fjóla legg­ur áherslu á að nafn­leysi og trúnaður ríki hjá Hjálp­arsím­an­um 1717, núm­erið er gjald­frjálst og á sím­reikn­ing­um sést ekki að hringt hafi verið þangað.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heimasíðu Rauða kross­ins, www.redcross.is, og á upp­lýs­ingasíðu um geðheilsu barna, www.um­huga.is. una@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka