Norsk og íslensk tónlist í Reykholti

MYNDATEXTI Stytta Snorra Sturlusonar stendur í Reykholti.
MYNDATEXTI Stytta Snorra Sturlusonar stendur í Reykholti. Golli Kjartan Þorbjörnsson

Norsk og íslensk tónlist hljómar í Reykholtskirkju á Hvítasunnu í ár, en á morgun verða Hátíðakór frá Hálogalandi í  Noregi og Háskólakórinn með sameiginlega tónleika í Reykholtskirkju klukkan fimm.

Norski kórinn mun flytja verk eftir Felix Mendelsohn, Bartholdy, Kjell Mørk Karlsen, Ivar Schonhovd Haugen, Wolfgang Plagge, Carl-Andreas Næss, Harald Gullichsen, Bjarne Sløgedahl, Frode Fjellheim og Ola Bremmnes.

Efnisskrá Háskólakórsins nefnist Hrafnamál, enda kemur krummi víða við sögu í lögunum sem sungin eru. Þar getur að heyra íslensk þjóðlög og lög eftir íslensk tónskáld, svo sem Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Pál Ísólfsson og kórstjórann, Gunnstein Ólafsson.

Þátttaka Kammerkórs Akraness fellur niður af óviðráðanlegum orsökum, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert