Olíufélög svari Neytendastofu

Olíufélögin þurfa að rökstyðja snöggar verðhækkanir sínar, þegar bensín- og olíugjöld voru hækkuð á dögunum, fyrir Neytendastofu fyrir lok næstu viku. Stofnunin hefur sent þeim bréf eftir ábendingar frá neytendum, en hún hefur heimildir til að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki.

Samkvæmt upplýsingum sem lögfræðingur Neytendastofu byggir á leggjast gjöldin, sem hækkuðu um fimm til tíu krónur á lítrann, á vörur við tollafgreiðslu þeirra. Þetta skjóti skökku við að verð hafi verið hækkuð um leið og frumvarpið um skattahækkanirnar var orðið að lögum.

Sagt var frá þessum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert