Orð Dalai Lama hvetji kirkjuna

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Ómar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, býr sig nú undir friðarstund með Dalai Lama á morgun. Hann ritar í dag pistil á vef kirkjunnar og vísar í orð Dalai Lama, sem hann segir hvatningu til kirkjunnar til að vera það sem hún segist vera. Dalai Lama hafi einnig hvatt Dani til að halda í kristnar hefðir.

Biskup vitnar í Dalai Lama um að gjá sé á milli hins kristna boðskapar og breytni hversdagslífsins í kristnum samfélögum. „Ef kristindómurinn á að verða trúverðugur þá verður hann að virka í hversdeginum með því að vera lifaður í kærleika, bræðralagi, umhyggju og sáttargjörð,“ segir Dalai Lama og bætir við: „Það sem ég tel að kristindómurinn geti kennt Búddismanum er ný sýn á þjáninguna. Það stendur í Biblíunni að slái einhver þig á hægri kinn skulir þú snúa hinni vinstri að honum. Að gera það er að hindra deilur í að vaxa og valda klofningi.“

Þessi orð segir Karl Sigurbjörnsson að ættu að vera hvatning til kirkjunnar að vera það sem hún segist vera.

Pistill séra Karls Sigurbjörnssonar biskups

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert