Víða fermt í kirkjum landsins

Hafþór Hreiðarsson/mbl.is

Það eru víða ferm­ing­ar í kirkj­um lands­ins í dag, hvíta­sunnu­dag. Á mynd­inni leiðir séra Sig­hvat­ur Karls­son hóp ferm­ing­ar­barna til hátíðarguðþjón­ustu  í Húsa­vík­ur­kirkju. Fermd voru tutt­ugu og tvö börn að þessu sinni en alls voru ferm­ing­ar­börn­in þrjá­tíu og þrjú í ár.

Blíðskap­ar­veður er á Húsa­vík og sól skín í heiði. Það verður nóg að gera hjá Séra Sig­hvati í dag því löng hefð er fyr­ir því á Húsa­vík að sókn­ar­prest­ur komi við í veisl­um ferm­ing­ar­barn­anna.

Í hátíðarguðþjón­ust­unni, sem var mjög fjöl­menn, söng Kirkju­kór Húsa­vík­ur hátíðarsöngva Sr. Bjarna Þor­steins­son­ar við und­ir­leik kirkju­org­an­ist­ans, Judit­ar György.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert