Víða fermt í kirkjum landsins

Hafþór Hreiðarsson/mbl.is

Það eru víða fermingar í kirkjum landsins í dag, hvítasunnudag. Á myndinni leiðir séra Sighvatur Karlsson hóp fermingarbarna til hátíðarguðþjónustu  í Húsavíkurkirkju. Fermd voru tuttugu og tvö börn að þessu sinni en alls voru fermingarbörnin þrjátíu og þrjú í ár.

Blíðskaparveður er á Húsavík og sól skín í heiði. Það verður nóg að gera hjá Séra Sighvati í dag því löng hefð er fyrir því á Húsavík að sóknarprestur komi við í veislum fermingarbarnanna.

Í hátíðarguðþjónustunni, sem var mjög fjölmenn, söng Kirkjukór Húsavíkur hátíðarsöngva Sr. Bjarna Þorsteinssonar við undirleik kirkjuorganistans, Juditar György.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert