Fjölmenni á friðarstund

Dalai Lama tekur þátt í samkomunni í Hallgrímskirkju.
Dalai Lama tekur þátt í samkomunni í Hallgrímskirkju. mbl.is/Kristinn

Fjölmenni er á samkirkjulegri friðarstund í Hallgrímskirkju, sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, bauð til vegna heimsóknar Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta.

Fulltrúar kristinna kirkna og annarra trúarbragða lesa texta úr helgiritum og Dalai Lama flytur stutt ávarp. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Þetta er í fyrsta skipti, sem slík samkoma sé haldin hérlendis með þessum hætti.

mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka