Fólk farið að streyma í Hallgrímskirkju

Margir sækja friðarstund í Hallgrímskirkju.
Margir sækja friðarstund í Hallgrímskirkju. mbl.is/Kristinn

Fólk er farið að streyma í Hall­gríms­kirkju þar sem sam­kirkju­leg friðar­stund hefst klukk­an 15 í til­efni af heim­sókn Dalai Lama, and­legs leiðtoga Tíbeta, til Íslands. 

Dalai Lama kom til Íslands í gær­kvöldi frá Dan­mörku þar sem hann átti m.a. fund með for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins. Kín­versk stjórn­völd mót­mæltu fund­in­um form­lega.

Ekki er gert ráð fyr­ir að Dalai Lama hitti ís­lenska ráðherra en hann mun á morg­un heim­sækja Alþingi og eiga fund með ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins. Þá mun hann flytja fyr­ir­lest­ur og heim­sækja Há­skóla Íslands.

Dalai Lama kemur til Reykjavíkur í gærkvöldi.
Dalai Lama kem­ur til Reykja­vík­ur í gær­kvöldi. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert