Hafnar erindi um Svínavatnsleið

Bæjarráð Blönduóss hefur hafnað erindi Leiðar ehf en fyrirtækið óskaði eftir því að gert væri ráð fyrir að þjóðvegur eitt færi í gegnum Svínavatnsleið en ekki gegnum Blönduós.

Á fundi bæjarráðs þann 25.maí var tekið fyrir erindi Leiðar ehf þar sem óskað er eftir því að gert væri ráð fyrir Svínavatnsleið í aðalskipulagi Blönduóssbæjar sem nú er í vinnslu.

Hafnar bæjarráð  Blönduóss erindinu. Segir í fundargerð bæjarráðs að ráðið telji að umrædd leið sé á engan hátt forgangsverkefni við þær aðstæður sem nú eru uppi. Það fullyrði að auki að mörg brýnni samgöngumál séu til staðar bæði innan héraðsins sem og á landsvísu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert