Ögmundur mun hitta Dalai Lama

Dalai Lama á blaðamannafundi í Reykjavík í dag.
Dalai Lama á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra, mun á morg­un sitja fund með Dalai Lama að því er kom fram í frétt­um Stöðvar 2. Þá sóttu Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, og Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, friðar­stund í Hall­gríms­kirkju í dag, sem Dalai Lama tók þátt í, að því er kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Dalai Lama mun einnig heim­sækja Alþingi klukk­an 13 á morg­un. Mun Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, taka á móti hon­um og  eiga með hon­um fund ásamt þing­mönn­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd.  

Talsmaður sam­tak­anna Dalai Lama á Íslandi sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að sam­tök­in hefðu sent for­sæt­is­ráðherra bréf með ósk um fund til að kynna heim­sókn Dalai Lama hingað. Ekk­ert svar hefði borist. Þá hefði öll­um þing­mönn­um einnig verið sent bréf um heim­sókn­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka