Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði fékk á dögunum flökunarhnífa sömu gerðar og notaðir voru af frönskum skútusjómönnum hér við land á árum áður.
Það var Jean Le Tellier sem er mikill áhugamaður um Ísland og gefur út fréttabréf á frönsku um Ísland, Courrier D´Islande, sem færði safninu þessa gjöf.
Að sögn Alberts Eiríkssonar, safnstjóra, hitti Le Tellier fyrir tilviljun konu að nafni Fourré, en hún og maður hennar stofnuðu og ráku verksmiðju sem framleiddi hnífa fyrir Íslandssjómennina frá Frakklandi. Verksmiðjan tók til starfa árið 1932 í Moulin Neuf á norðurströnd Frakkands.
Fourré færði Le Tellier að gjöf tvo hnífa, sem framleiddir voru til minningar um alla þá frönsku sjómenn sem létust við Ísland. Þetta er tíunda sumarið sem safnið Fransmenn á Íslandi er opið,