Samtrúarleg friðarstund í dag

Dalai Lama kom til landsins í gærkvöldi og var stutt …
Dalai Lama kom til landsins í gærkvöldi og var stutt móttökuathöfn á Hilton hóteli. mbl.is/Kristinn

Samtrúarleg friðarstund verður í Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag í boði biskups Íslands í tilefni af heimsókn Dalai Lama. Fulltrúar kristinna kirkna og annarra trúarbragða lesa texta úr helgiritum. Dalai Lama, sem kom til landsins í gærkvöldi, flytur stutt ávarp.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, heimsækir Ísland en hann hefur heimsótt fjölda landa undanfarin 50 ár, ýmist sem gestur trúfélaga, ríkisstjórna eða í boði einkaaðila.

Dalai Lama mun einnig halda fyrirlestur í Laugardalshöll á morgun klukkan 15 þar sem hann fjallar um lífsgildi, viðhorf og leiðir til lífshamingju ásamt því að svara fyrirspurnum. 

Félagið Dalai Lama á Íslandi stendur fyrir heimsókninni og hefur séð um allan undirbúning hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka