Tilkynnt var um bílveltu á Reykjanesbraut á móts við verslun IKEA í gærkvöldi klukkan 22:17. Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn, sem er fæddur 1987, hafi verið að senda SMS meðan hann var að stjórna bílnum.
Bíllinn lenti á ljósastaur og valt. Ökumaðurinn og jafnaldri hans, sem sat í farþegasæti, voru fluttir fluttir lemstraðir á slysadeild.
Í ljós kom að ökumaðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum. Þá fannst lítilræði að ætluðum fíkniefnum á mönnunum.