Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Landlæknisembættið segir, að á síðustu 4 mánuðum séu aðeins skráð 5 sjálfsvíg, sem er talsvert minna en á sama tímabili á undanförnum árum. Þá beri ekki á fjölgun sjálfsvígstilrauna síðustu mánuðina samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Landspítala.

Á vef landlæknisembættisins segir, að rétt þyki að koma þessu á framfæri vegna orðróms um hið gagnstæða. Einnig megi nefna að innlögnum á geðdeild Landspítala hafi heldur fækkað og engin sjáanleg aukning sé á notkun geðlyfja samkvæmt skráningu í lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins.

Undanfarin ár hafa sjálfsvíg verið um 30 talsins. Árið 2005 voru þau 24 talsins, 32 árið 2006, 37 árið 2007 og 28 árið 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert