Umferð að þyngjast í bæinn

Umferðin til höfuðborgarsvæðisins er farin að þyngjast.
Umferðin til höfuðborgarsvæðisins er farin að þyngjast. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Umferð er eitthvað farin að þyngjast í kringum höfuðborgarsvæðið en er þó eitthvað minni en venjulega eftir Hvítasunnuhelgi. Lögreglan ánægð með aksturslag.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er umferð farin að þyngjast um Suðurland. Allt hefur vel fram og lýsir lögreglan yfir ánægju sinni með aksturslag ökumanna en lögregla hefur lítið sem ekkert þurft að skipta sér af ökumönnum vegna hraðaksturs.

Lögreglan á Borgarnesi segir umferðina orðna nokkuð þétta og meiri en undanfarnar helgar. Ljóst sé að sumarið sé komið. Ökumenn hafa hegðað sér þokkalega þessa fyrstu ferðahelgi ársins og flestir farið að lögum og reglum. Fjórir voru þó teknir í dag fyrir hraðakstur og einn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn tekinn án ökuleyfis en því hafði hann verið sviptur vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Þá reyndist einn aka um á ótryggðri bifreið.

Eitt barn í umdæminu var flutt á slysadeild eftir að hestur hafði stigið ofan á það. Óvitað er hversu mikið eða lítið barnið reyndist slasað.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert