Stjórn Leiðar ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna birtingar fréttar um að bæjarráð Blönduóss hafi hafnað erindi þeirra um lagningu vegar við Svínvatn.
„ Í erindi okkar kemur fram er gert ráð fyrir að um einkaframkvæmd yrði að ræða sem að mestu eða öllu leyti yrði fjármögnuð með veggjöldum og mætti því áfram búast við nokkurri umferð um Blönduós. Ríkið þyrfti ekki að að leggja nema lítinn hluta kostnaðar við framkvæmdina til ef nokkurn. Leiðin um Hringveginn styttist um 12 til 13 km og um 60 ársverk færu í undirbúning og gerð vegarins ásamt nauðsynlegum brúarmannvirkjum.
Því má einnig bæta við hér að Leið ehf. hefur til skoðunar styttingu vegar í Skagafirði um 6 km og má því ná allt að 20 km stytting Hringvegarins á Norðvesturlandi með þessum tveimur framkvæmdum þótt vel sé ljóst að það gerist ekki sársaukalaust gagnavart þeim þéttbýlisstöðum sem Hringvegurinn liggur nú um. Veggöld ættu að geta mildað þau áhrif umtalsvert.“