Áhættufíklar á Geirsnefi

00:00
00:00

Lög­regl­an hef­ur áhyggj­ur af áhættu­hegðun ungra öku­manna sem stunda glæfra­akst­ur á Geirs­nefi að næt­ur­lagi. Mynd­ir af akstr­in­um hafa verið birt­ar á vefn­um YouTu­be en bif­reið sést þar aka fram­hjá brú og nán­ast hanga í snar­brattri hlíð fyr­ir neðan Miklu­braut, þar til komið er inn á veg­inn aft­ur.  Fyr­ir neðan renn­ur Elliðaáin gegn­um ræsi und­ir Miklu­braut.

Mynd­bandið er greini­lega tekið að vetr­ar­lagi en þá eru aðstæður enn hættu­legri en ella. Árni Friðleifs­son varðstjóri hjá lög­regl­unni seg­ir að áhættufíkl­ar virðist hafa gert sér þetta að leik en þetta sé mjög, mjög bratt og þarna geti orðið al­var­legt slys, ekki síst ef það hafi rignt og jarðveg­ur­inn sé laus í sér.  Um­merki eru í bratt­an­um eft­ir marg­ar bif­reiðar.

Árni seg­ist telja að þarna séu ung­ir öku­menn á ferðinni en lög­regl­an hef­ur spurn­ir af því að þetta hafi staðið yfir í sex til sjö mánuði. Lög­regl­an hef­ur ný­lega séð mynd­bandið á YouTu­be en ekki hef­ur ekki enn rætt við bíl­stjór­ann eða mynda­töku­mann­in­um.  

Árni seg­ir að öku­menn­irn­ir séu að stofna lífi sínu í hættu, þarna gæti orðið al­var­legt slys ef bíll færi niður í ræsið. Reykja­vík­ur­borg skoðar nú hvernig sé hægt að girða af svæðið.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka