Í bók sinni um fjármálahrunið og bankakreppuna á Íslandi sem út kemur á morgun segir Guðni Th. Jóhannesson að Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hafi í símtali við Geir H. Haarde nánast grátbeðið hann um að tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð daginn áður en neyðarlög voru sett.
Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði Guðni jafnframt að í bókinni, sem nefnist Hrunið, komi einnig fram að samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi í raun verið lokið eftir að Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri kom fram í Kastljósþætti ríkissjónvarpsins þó að ríkisstjórnin hafi starfað fram í janúar.