Oft kastaðist í kekki á milli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS. Á einum fundinum reis upp ágreiningur og svaraði Davíð þá að bragði: „Þið ráðið ekki dagskránni í mínum húsum." Þetta kemur fram í nýrri bók Guðna Th. Jóhannessonar um hrunið.
„Eins og sást á sínum tíma var Davíð ekki hrifinn af því í fyrstu að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sá margt slæmt við það samstarf. Svo þegar ríkisstjórnin taldi að hún ætti engra annarra úrkosta völ en að leita aðstoðar hjá sjóðnum þá var Davíð áfram í stóli seðlabankastjóra. Þá varð hann auðvitað að vinna með fulltrúum sjóðsins og gerði það eflaust af bestu samvisku,“ segir Guðni og heldur áfram
„Hins vegar er það augljóst og um það vitna margar frásagnir að það kom fyrir að það kastaðist í kekki.
Setninguna sem ég hef eftir Davíð á einum fundinum með fulltrúum AGS hef ég úr nokkrum áttum þótt enginn vildi gangast við henni undir nafni. Hún var svona á ensku: „You don’t set the agenda in my house,“ eða „Þið ráðið ekki dagskránni í mínum húsum", segir Guðni.