Hakk hefur hækkað um 67%

ASÍ seg­ir, að dæmi séu um að mat­vara sem kannað var verð á þann 26. maí í lág­vöru­verðsversl­un­um, hafi hækkað um tugi pró­senta frá verðkönn­un ASÍ sem gerð var í byrj­un fe­brú­ar. Einnig megi sjá verðlækk­an­ir á tíma­bil­inu.

Þannig hef­ur ungnauta­hakk með 8–12% fitu­inni­haldi hækkað um 67% í Nettó, 40% í Krón­unni og 18% í Bón­us. Eng­in verðhækk­un varð á vör­unni í Kaskó.

Ýsu­flök, fros­in og roðlaus hafa lækkað um 18% í Bón­us, 15% í Krón­unni, 10% í Nettó og 9% í Kaskó.  Einnig hafa flest­ar teg­und­ir ávaxta og græn­met­is lækkað frá því í fe­brú­ar.

Ódýr­asta fá­an­lega heil­hveiti sam­loku­brauðið hef­ur hækkað mest um 15% hjá Kaskó, 8% hjá Krón­unni og 6% hjá Bón­us, en brauðið hef­ur lækkað hjá Nettó um 17%. Myllu Fittý sam­loku­brauð hef­ur lækkað um  12% hjá Nettó og um 11% hjá Kaskó og 6% hjá Krón­unni.

Ódýr­asta kílóverð á ávöxt­um og græn­meti hef­ur að mestu lækkað, þó hafa app­el­sín­ur og kínaklál hækkað um 11% hjá Bón­us og kína­kálið hef­ur hækkað um 8% hjá Kaskó. Kína­kál lækkaði um 36% í Nettó og  24% í Krón­unni.App­el­sín­urn­ar lækkuðu um 32% í Nettó, 31% í Krón­unni og 7% í Kaskó. Avoca­do lækkaði mest um 17% í Bón­us og um 9% í Kaskó og Nettó.

Ódýr­asta fá­an­lega spa­getti hækkaði um 39% hjá Krón­unni en lækkaði um 34% hjá Nettó og Kaskó og um 1,5% í Bón­us. Coca Cola 2 l, hækkaði um 7% hjá Bón­us, Krón­unni og Nettó en um 6% hjá Kaskó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert