Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvítugan karlmann, sem braust inn í hús í Hafnarfirði á sunnudag, í gæsluvarðhald til 15. júní. Sautján ára gamall félagi mannsins var sendur á Stuðla, sem er meðferðarstöð fyrir unglinga.
Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er annar þeirra, sem
handtekinn var fyrir innbrot og rán í hús við Barðaströnd á
Seltjarnarnesi í síðustu viku þar sem ráðist var á húsráðanda.