Ísland ekki lengur friðsælastt

Ísland er ekki lengur friðsælasta land í heimi að mati …
Ísland er ekki lengur friðsælasta land í heimi að mati alþjóðlegra samtaka. mbl.is/Kristinn

Ísland er í 4. sæti á nýjum lista samtakanna Vision of Humanity, sem hefur undanfarin ár lagt mat á hverjar friðsælustu þjóðir heims. Ísland var í 1. sæti í fyrra en lækkar nú, m.a. vegna þess að líkur eru taldar hafa aukist á ofbeldisfullum mótmælaaðgerðum.

Nýja-Sjáland er nú friðsælasta land í heimi að mati samtakanna og þar á eftir koma Danmörk og Noregur. Á eftir Íslandi eru Austurríki, Svíþjóð, Japan, Kanada, Finnland og Slóvenía.

Í fyrra var Ísland í 1. sæti eins og áður sagði en þar á eftir komu Danmörk og Svíþjóð. Nýja-Sjáland var þá í 4. sæti.

Heimasíða Vision of Humanity

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert