Mikill munur á ársvöxtum

Mikill munur er á vöxtum innlánsreikninga bankanna og getur skipt máli fyrir þá sem geyma fé í bönkunum hvar það er.

Ef viðskiptavinur banka á fimm milljónir og eina krónu inni á reikningi fær hann 10,10% vexti á innlánsreikningi MP banka og 7% vexti á markaðsreikningi Kaupþings. Vaxtamunurinn er því 3,10%. Fleiri dæmi um vexti sjást hér til hliðar. Þannig sést að heilum 155.000 krónum munar á ársvöxtum af fyrrnefndri upphæð, á innlánsreikningi MP og markaðsreikningi Kaupþings.

„Það er augljóst að sambandið á milli stýrivaxta og vaxta, sem verið hefur undanfarin ár, hefur brostið á síðustu vikum. Vextir eru nú orðnir miklu lægri en stýrivextir Seðlabankans,“ segir Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur. Hann telur þó rétt að benda á að innlánsvextir hafa verið að breytast mjög ört undanfarið og því sé ekki víst að þessi munur haldist til lengri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert