Mótmæla fundum íslenskra ráðamanna með Dalai Lama

Dalai Lama í Alþingishúsinu í dag þar sem Ásta Ragnheiður …
Dalai Lama í Alþingishúsinu í dag þar sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tók á móti honum. mbl.is/Kristinn

Sendiherra Kína á Íslandi átti fund með ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu í morgun þar sem hann kom á framfæri ónægju með þá fundi sem Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, hefði átt og kynni að eiga með íslenskum ráðamönnum.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra funduðu með Dalai Lama í dag ásamt þingmönnunum Birgittu Jónsdóttur og Björgvini G. Sigurðssyni.  Dalai Lama er í í heimsókn í Alþingishúsinu þar sem hann ræðir við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og nefndarmenn í utanríkismálanefnd.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að sendiherrann hafi ekki tilkynnt um neinar frekari aðgerðir vegna heimsóknarinnar. 

Í síðasta mánuði tilkynnti sendiráð Kína í Danmörku að kínversk yfirvöld væru mjög mótfallin fyrirhuguðum viðræðum Dalais Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, og Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana. Dalai Lama kom til Danmerkur 29. maí næstkomandi og fundaði í framhaldinu með Rasmussen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert