Óvarlegar ákvarðanir

Kópavogur.
Kópavogur. www.mats.is

Samfylkingin í bæjarstjórn Kópavogs segir, að daglegur rekstur bæjarins án launa og fjármagnsliða hafi farið rúmlega 800 milljónir fram úr upphaflegri áætlun ársins 2008 og rekstrarniðurstaða bæjarins verið 12,4 milljörðum lakari en árið 2007. Heildarskuldir á hvern íbúa hafi tvöfaldast á milli ára.

Fulltrúar Samfylkingarinnar segjast í tilkynningu furða sig á fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ þar segi að rekstur bæjarins sé traustur þrátt fyrir áföll í efnahagslífinu.  Segir flokkurinn, að óvarlegar ákvarðanir vegna lóðakaupa og eignarnáms skýri þennan viðsnúning í rekstri bæjarins. 

„Ljóst er að rekstur bæjarins á komandi misserum verður erfiður og glæfralegar fjárfestingar munu kosta bæjarsjóð verulega fjármuni á komandi árum. Sérstaka athygli vekur taprekstur Vatnsveitu Kópavogs upp á 175 milljónir þrátt fyrir að Kópavogsbúar greiði hærri vatnsskatt en íbúar Hafnarfjarðar og Reykjavíkur," segir í tilkynningu Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert