Rannsakar viðhorf til búsetu á landsbyggðinni

Þorski landað í Hrísey á dögunum.
Þorski landað í Hrísey á dögunum. mbl.is/Skapti

Tæplega tvö þúsund manns á tveimur mismunandi landsvæðum á Íslandi eru að fá í hendurnar bréf frá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum, þar sem þeir eru beðnir um að taka þátt í verkefni um viðhorf til búsetu á landsbyggðinni.

Könnunin er rannsóknarverkefni Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur. Þau tvö landsvæði sem um ræðir eru þrjú sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum annars vegar og þrjú sveitarfélög á Suðurlandi hins vegar. Framkvæmdin er þannig að bréf var sent út til þátttakenda en könnunin sjálf fer fram á netinu, þ.e. þátttakendur þurfa að fara inn á uppgefna netslóð og svara spurningalista þar.

Niðurstöðum rannsóknarinnar er ætlað að gefa innsýn í hvort munur sé á viðhorfum til búsetu á landsbyggðinni eftir því hvar fólk býr eða hvort viðhorfin séu óháð búsetu og stjórnist af öðrum þáttum. Þátttakendur leggja því sitt af mörkum til að skapa tækifæri til þessarar greiningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert