Miklar skemmdir voru unnar í skógarlundi á Vatnsholti í Keflavík. Þrjú af stærstu grenitrjánum í skóginum voru eyðilögð af fólki sem virðist hafa ætlað að reisa sér trjáhús.
Víkurfréttir segja frá því að garðyrkjustjóra Reykjanesbæjar hafi verið tilkynnt um skemmdarverkið í morgun. Hann segir ljóst að trén þrjú séu dauð, enda hafi greinar verið sagaðar af þeim og það sem verra er, börkurinn hafi verið tekinn af stofnunum. Nauðsynlegt er nú að fella trén.
Spítur eru uppi í trjánum og var búið að leggja grunn að gólfi í trjáhúsið.
Meira á vef Vf.