Sóknarbörnum létt í bili

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar áfram í Selfosskirkju næstu tvo …
Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar áfram í Selfosskirkju næstu tvo mánuði. mbl.is

„ÉG held að öll­um sé í raun og veru létt í bili að það sé þá ein­hver festa í fram­hald­inu,“ seg­ir Ey­steinn Ó. Jónas­son, formaður sókn­ar­nefnd­ar Sel­foss­kirkju.

Bisk­up Íslands ákvað um helg­ina að fram­lengja leyfi sr. Gunn­ars Björns­son­ar frá störf­um sem sókn­ar­prest­ur Sel­fossprestakalls á meðan mál hans er til meðferðar hjá úr­sk­urðar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar. Leyfi hans er því fram­lengt til 1. ág­úst næst­kom­andi.

Að sögn Ey­steins hef­ur verið gengið frá því að sr. Óskar Haf­steinn Óskars­son, prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju, þjóni áfram Sel­foss­kirkju næstu tvo mánuði áður en hann þarf að snúa aft­ur norður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert