Sóknarbörnum létt í bili

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar áfram í Selfosskirkju næstu tvo …
Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar áfram í Selfosskirkju næstu tvo mánuði. mbl.is

„ÉG held að öllum sé í raun og veru létt í bili að það sé þá einhver festa í framhaldinu,“ segir Eysteinn Ó. Jónasson, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju.

Biskup Íslands ákvað um helgina að framlengja leyfi sr. Gunnars Björnssonar frá störfum sem sóknarprestur Selfossprestakalls á meðan mál hans er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Leyfi hans er því framlengt til 1. ágúst næstkomandi.

Að sögn Eysteins hefur verið gengið frá því að sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Akureyrarkirkju, þjóni áfram Selfosskirkju næstu tvo mánuði áður en hann þarf að snúa aftur norður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert