Tæpt að þyrlan kæmist

Þyrlan kemur úr sjúkrafluginu í gærmorgun.
Þyrlan kemur úr sjúkrafluginu í gærmorgun.

„Það má segja að það sem bjargaði okk­ur sé hvað Land­helg­is­gæsl­an er skipuð ein­val­a­starfs­mönn­um sem eru þarna í hug­sjón­ar­vinnu,“ seg­ir Georg Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Leita þurfti til starfs­manna sem voru í fríi og eins sem sagt hafði verið upp störf­um þegar þyrla Gæsl­unn­ar, TF-LÍF, sótti 67 ára gamla konu kl. 2:35 í fyrrinótt um borð í farþega­skip sem statt var um 85 sjó­míl­ur suðaust­ur af Vest­manna­eyj­um.

Regl­an hjá Gæsl­unni hef­ur verið sú að tvær þyrlu­vakt­ir séu til staðar hverju sinni til að sinna út­köll­um sem þess­um, en vegna sam­drátt­ar hef­ur starfs­fólki verið fækkað og því ekki hægt leng­ur að halda úti tveim­ur vökt­um alla daga, all­an sól­ar­hring­inn, að sögn Georgs.

Útkallið í fyrrinótt hitti ein­mitt á þenn­an veika punkt. „Ef ekki hefði náðst í vara­vakt þessa nótt hefði kon­an senni­lega ekki verið sótt og ég veit ekki hvað hefði orðið um hana, því hún var illa hald­in,“ seg­ir starfsmaður Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem ekki vill koma fram und­ir nafni.

Starfs­menn uppi við vegg

Georg Lárus­son ját­ar því að þetta sé í raun skóla­bók­ar­dæmi um hvernig kerfið hef­ur veikst vegna skerðing­ar. Í fyrrinótt hefðu mál­in hæg­lega getað farið svo að ekki hefði verið hægt að sinna út­kall­inu. „Já, það hefði al­veg getað orðið. Þarna náðist að fá menn sem voru í frí­um, þeir stukku til og keyrðu um miðja nótt í bæ­inn svo þetta má þakka holl­ustu starfs­manna. Sú staða get­ur auðvitað komið upp að þeir séu hvergi ná­læg­ir þegar við eig­um bara eina vakt og þá er úr vöndu að ráða. En við reikn­um með að geta haldið þessu nán­ast óskertu alla jafna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert