Þyngri róður en áætlað var

Gylfi Magnússon mætir til fundarins í ráðherrabústaðnum.
Gylfi Magnússon mætir til fundarins í ráðherrabústaðnum. Eggert/Eggert

„Það er alveg ljóst að erfiðleikar hjá ríki og sveitarstjórnum er meiri en við bjuggumst við þannig að það þarf að taka fastar á ríkisfjármálunum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir fund ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins nú fyrir stundu.

„Það er alveg ljóst að það þarf að vinna hratt á næstu dögum og setja mikinn kraft í viðræðurnar" sagði Jóhanna Sigurðardóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir fundinn.

Jóhanna sagði að óvissa varðandi hagvöxtinn væri meiri en menn héldu og sagði hún að það spilaði stórt hlutverk í þessum viðræðum. Hún sagði jafnframt að farið hafi verið yfir stöðuna í bankamálunum á fundinum og þar virðist allt geta gengið eftir eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.

 Taldi Jóhanna að hægt verði að endurfjármagna bankana í júlí sem einnig skiptir miklu máli í þessari umræðu.

Staðan enn verri en menn héldu

Aðspurð hvort ríkisstjórnin hygðist koma með eitthvert útspil í launaliðnum í þessum viðræðum sagði Jóhanna svo ekki vera og er sá liður umræðunnar enn í strandi.

„Við ræddum hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju á að fórna, þetta er mjög erfitt, þetta eru stórar stærðir og kannski verður meira sem við þurfum að fara í niðurskurð í eða í tekjubreytingar þar sem staðan er jafnvel enn verri en menn héldu áður," sagði forsætisráðherra að loknum fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka