Ekki kallaður heim

Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi.
Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi. mbl.is/Kristinn

Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi, hefur ekki verið kallaður heim,  hvorki vegna heimsóknar Dalai Lama til landsins né af öðrum ástæðum. Aðstoðarmaður sendiherrans staðfesti þetta í samtali við fréttavef Morgunblaðsins fyrir stundu.

Aðstoðarmaðurinn segir aldrei hafa verið tekna ákvörðun um heimför sendiherrans af þessum sökum.

Inntur eftir fundi sendiherrans með fulltrúum íslenska utanríkisráðuneytisins í gær kvaðst aðstoðarmaðurinn ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um málið.

Ekki náðist í sendiherrann vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert