Engin svör frá Kínverjum

Engin svör hafa fengist hjá kínverska sendiráðinu um fréttir af því að Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi, hafi verið kallaður heim. Sendiráðið er auglýst opið á milli kl. 9-12. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn svarað þar í síma.

Þá heimsótti blaðamaður sendiráðið í morgun og óskaði eftir því að fá að ræða við starfsmenn sendiráðsins. Tveir komu til dyra en það var hins vegar fátt um svör, nema hvað varðar að fá upplýsingar um vegabréfsáritun til Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert