Engin tilkynning frá sendiráðinu

Zhang Keyuan, sendiherra Kína.
Zhang Keyuan, sendiherra Kína. mbl.is/Kristinn

Ekki hefur borist tilkynning frá kínverska sendiráðinu til íslenskra stjórnvalda um að Kínverjar hafi eða hyggist kalla sendiherra sinn hér á landi heim.

Samkvæmt upplýsingum Urðar Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, væri það sendiráðsins að tilkynna um slíkt og hefur ráðuneytið engar forsendur til að meta orðróm um slíkt nema tilkynning berist þaðan.

Fyrirspurn um málið hefur ekki verið svarað í kínverska sendiráðinu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka