Fágætt íslenskt frímerki á uppboði

Frímerkið sjaldgæfa.
Frímerkið sjaldgæfa.

Afar fágætt íslenskt frímerki verður boðið upp á dönsku uppboði á morgun. Upphafboð er 67.500 danskar krónur eða um ein og hálf milljón íslenskar. Frímerkið er eitt af fimm sem vitað er um að séu til af þessari gerð.

Á uppboði sem Thomas Höiland uppboðshaldarinn stendur fyrir 3.-6. júní verður boðinn upp nokkur fjöldi íslenskra frímerkja allt frá árinu 1873 - 2004. Upphafsverð þeirra er yfirleitt á bilinu 450 - 3500 danskar krónur. 

Eitt frímerki sker sig þó úr, grænt 20 aura merki frá 1898, í mjög góðu ástandi. Einungis er vitað um að fimm slík merki séu til í dag og þá í mismunandi ástandi. Upphafboð á frímerkinu er 67.500 danskar krónur, sem gerir um 1.563.000 krónur.

Svipað merki var selt á uppboðinu árið 1999 og fór þá á 90.000 danskar krónur.

Hægt er að bjóða í frímerkið á netiniu og verður það boð borið saman við hæsta boð í uppboðshúsinu á morgun.

Sjá merkið á uppboðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert