Fjöldi alvarlegra vanskila hefur sjöfaldast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skv. upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu hafi alvarlegum vanskilum einstaklinga, þ.e. hjá fólki sem hafi ekki með nokkru móti getað staðið í skilum, sjöfaldast á fyrsta ársfjórðungi 2009 miðað við sama tímabil í fyrra.

„Ástandið heldur áfram að versna og hefur gert það alveg fram á þennan dag væntanlega. [...] Það eru stöðugt fleiri að lenda í þessum hópi þeirra sem geta ekki með nokkru móti staðið í skilum og gert neinar ráðstafanir,“ sagði Sigmundur Davíð, sem var málshefjandi við utandagskrárumræður á Alþingi um stöðu heimilanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert