Horfur um efnahagsbata verri

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að upplýsingar væru að koma fram sem bentu til þess efnahagsbati á árinu 2011 yrði hægari en vonir hafa staðið til. Ástæðurnar væru bæði innlendar og erlendar því efnahagsástandið í heiminum hefði versnað.

Steingrímur var að svara spurningu Helga Seljan, fréttamanns, um til hvers Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, væri að vísa þegar hún sagði í Morgunblaðinu í dag, að erfiðleikar hjá ríki og sveitarfélögum væru meiri en menn hefðu búist við.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kastljósinu að hann hefði áhyggur af þeim aðgerðaleysiskostnaði, sem væri því samfara að ríkisstjórnin aðhefðist ekkert vegna efnahagsvandans.

Steingrímur sagðist trúa því, að Seðlabankinn treysti því að stjórnvöldum sé full alvara með yfirlýsinum um væntanlegar aðgerðir og því verði stýrivextir lækkaðir á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka