Mótmælum komið á framfæri við sendiherra

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, kallaður á fund í kínverska utanríkisráðuneytinu í gær. Þar lýstu kínverskir embættismenn áhyggjum og ónægju með heimsókn Dalai Lama til Íslands, og aðkomu íslenskra ráðamanna að henni.

Dalai Lama heimsótti Alþingi í gær og átti fund með íslenskum ráðherrum og þingmönnum.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að kínversk yfirvöld séu ekki sátt við hvernig heimsókn Dalai Lama hafi fengið á sig opinberan blæ.

Þá tekur hún fram að utanríkisráðuneytið muni ekki tjá sig um fréttir af því að kínverski sendiherrann á Íslandi hafi verið kallaður heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert