Skuldavandinn minni en talið var

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist hafa nýj­ar upp­lýs­ing­ar frá Seðlabanka Íslands und­ir hönd­um sem sýni að skulda­vandi heim­il­anna sé ekki eins skelfi­leg­ur og marg­ir hafi viljað láta í veðri vaka.

Jó­hanna seg­ir að tæp­lega 5.000 heim­ili séu með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu upp á 5 millj­ón­ir kr. eða meira. Þau skuldi sam­an­lagt tæp­lega 20% af öll­um heild­ar hús­næðis­skuld­um. „Þessi heim­ili standa verst og eru í mestri hættu á að fara í þrot verði þau fyr­ir tekjum­issi.“

Jó­hanna seg­ir jafn­framt, að 60% heim­ila séu með meira en 5 millj­ón­ir kr. í já­kvæða eig­in­fjár­stöðu og á þeim hvíli sam­tals um 44% af heild­ar hús­næðislán­um.

„Nú hef­ur Seðlabank­inn fengið ít­ar­legri upp­lýs­ing­ar um stöðu þess­ara sömu heim­ila, bæði varðandi tekj­ur þeirra og einnig stöðu bíla­lána, og verða þær niður­stöður kynnt­ar með ít­ar­leg­um hætti á næstu dög­um. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem ég hef þegar fengið virðast þess­ar nýju upp­lýs­ing­ar staðfesta að skulda­vandi heim­il­anna sé ekki eins víðtæk­ur og ýms­ir halda fram,“ sagði Jó­hanna við ut­andag­skrárum­ræðu um stöðu heim­il­anna, sem hófst kl. 15.

Jó­hanna seg­ir að töl­urn­ar sýni að um 74% heim­ila með fast­eigna­veðlán verji inn­an við 30% ráðstöf­un­ar­tekna sinna til að standa und­ir fast­eignalán­um sín­um. Og um 80% heim­ila verji inn­an við 20% af ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um í bíla­lán.

„Lang­stærst­ur hluti heim­ila lands­ins býr því við viðráðan­lega greiðslu­byrði vegna fast­eigna- og bíla­lána, skv. nýj­um niður­stöðum seðlabank­ans. Um er að ræða um 60% af hús­næðis­skuld­um lands­manna,“ seg­ir Jó­hanna.

„Þess­ar nýju upp­lýs­ing­ar frá seðlabank­an­um sýna hins veg­ar svart á hvítu að skulda­vandi heim­il­anna er ekki eins skelfi­leg­ur og máls­hefj­andi hér í dag [Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son] og ýms­ir aðrir vilja láta í veðri vaka,“ seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka