Uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði 404 milljónir króna í maí en 952 milljónir í janúar

Hægst hef­ur á upp­greiðslum lána hjá Íbúðalána­sjóði það sem af er ári. Í janú­ar námu upp­greiðslurn­ar tæp­um 952 millj­ón­um króna en nú í maí voru þær tæp­lega 550 millj­ón­um króna lægri eða 404 millj­ón­ir. Þetta er sam­kvæmt töl­um sem Íbúðalána­sjóður vann fyr­ir les­end­ur Morg­un­blaðsins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sjóðsins er erfitt að út­skýra af hverju færri kjósa að greiða upp eða inn á lán­in sín nú en í byrj­un árs. Viðskipta­vin­ir hans gefi ekki ástæðurn­ar upp.

Sveinn Agn­ars­son, fræðimaður við Hag­fræðistofn­un, seg­ir alltaf gott að skulda lítið á kreppu­tím­um og ákjós­an­legt að minnka áhætt­una af hærra og sí­breyti­legu verðlagi sem hafi áhrif á verðtryggð lán. „Hafi vaxta­lækk­an­ir leitt til þess að fólk fái lága ávöxt­un ætti það virki­lega að velta því fyr­ir sér hvort það geti ekki bætt stöðu sína með því að nota spari­fé sitt í að borga inn á lán.“

Hann seg­ir ekki endi­lega ákjós­an­legt að leggja pen­ing­ana inn á verðtryggðan reikn­ing nú. „Þó það sé í sjálfu sér heppi­legt að binda fé og láta vaxta­tekj­urn­ar ganga gegn vaxta­gjöld­um af íbúðalán­um get­ur það verði óheppi­legt vegna bindiskyld­unn­ar. Ekki er hægt að bregðast við ef eitt­hvað kem­ur upp á.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert