Ákvörðun Seðlabanka olli vonbrigðum

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson.

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti í dag hefði valdið miklum vonbrigðum og ástæðan væri að ríkisstjórnin kláraði ekki þau mál sem að henni snéri.

Illugi sagði, að það væri einkum tvennt sem valdi því að ekki sé hægt að lækka stýrivextina: Annars vegar að enn liggi ekki fyrir raunhæf áætlun í ríkisfjármálum og hins vegar hefði ríkisstjórninni verið mislagðar hendur að koma saman bankakerfinu.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að fara yrði varlega við lækkun stýrivaxta þar sem væntingar um styrkingu gengis krónunnar hefðu ekki gengið eftir.  Ekki mætti stíga stór skref í vaxtamálum á kostnað gengisstöðugleika.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði ljóst að ríkisstjórnin væri að bregðast og þess vegna lækkuðu stýrivextirnir ekki. 

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist telja að stjórnvöld hefði lagt fram allar þær upplýsingar sem dygðu til að lækka stýrivextina verulega og vonandi myndi það gerast fyrr en síðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert