Lögreglan leitar síbrotamanna

Audi Q7, sömu gerðar og bíllinn sem stolið var.
Audi Q7, sömu gerðar og bíllinn sem stolið var.

Ábending frá almenningi leiddi til þess að lögreglan fann Audi Q7 jeppa sem innbrotsþjófar stálu í Hafnarfirði í nótt. Eigandi bílsins, Sigurður Freyr Árnason segir að lögreglan leiti nú að fingraförum í bílnum.

„Bíllinn fannst í Efstasundi fyrir klukkustund og hefur lögreglan ákveðna síbrotamenn í huga sem hún leitar að núna" sagði Sigurður Freyr.

Hann segir að svona innbrot hafi áhrif á líf manns. „Nú verður þjófavarnakerfið sett á á nóttunni og við erum búin að skipta um alla lása," sagði hann og þakkaði fyrir að hafa ekki farið verr út úr samskiptum sínum við þjófana.

Sigurður Freyr vildi koma á framfæri þökkum til allra sem hringdu inn ábendingar.  „Á þessu litla landi erum við ennþá að vinna vel saman," sagði hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert