Eiganda bíls kastað út og bílnum rænt

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fékk á þriðja tím­an­um í nótt til­kynn­ingu um að bíl hefði verið rænt á Kárs­nes­braut í Kópa­vogi. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni höfðu menn tekið eig­anda bíls­ins með valdi út úr bíln­um og ekið á brott.

Um er að ræða svart­an BMW 325, ár­gerð 1994. Lög­regl­an seg­ir ekki ljóst hvort bí­leig­and­inn þekkti menn­ina, sem rændu bíln­um en málið verði rann­sakað í dag.

Þá var blá­um Skoda Fabia bíl stolið af bíla­stæði við Dalsmára í Kópa­vog und­ir miðnætti í gær­kvöldi. Hafði þjóf­ur­inn fyrst brot­ist inn í bún­ings­klefa í íþrótta­hús­inu Fíf­unni og stolið þaðan lykl­um að bíln­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert