Utanríkismálanefnd Alþingis hefur ákveðið auglýsa sérstaklega eftir skriflegum athugasemdum við tvær þingsályktunartillögur sem varða umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem nefndin hefur nú til umfjöllunar.
Nefndin veitir viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum á netfangið esb@althingi.is en óskað er eftir að undirritað frumrit umsagnar berist nefndinni jafnframt bréflega.
Þingsályktunartillögurnar tvær eru á vef Alþingis á vefslóðunum:
http://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html
og
http://www.althingi.is/altext/137/s/0054.html.