Rifist um styrki og fyrri störf

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist spyrja sig hvort sé óþægilegra að vera þingmaður, eða fréttamaður á Stöð 2 þegar jafn rík fjárhagsleg tengsl séu gerð opinber og séu milli fréttastofunnar og þeirrar fyrirtækjagrúppu sem sé helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar.

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ræddu aldur og fyrri störf á Alþingi í morgun. Róbert Marshall gerði endurgreiðslur Sjálfstæðisflokksins á ofurstyrkjunum að umtalsefni.

Og Róbert spurði hvort formaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði líkt og Samfylkingin að beita sér fyrir því að einstök Sjálfstæðisfélög og kjördæmisráð upplýstu um styrki sem þau öfluðu án liðsinnis skrifstofu flokksins. Bjarni  svaraði því til að Sjálfstæðismenn ættu sætii í nefnd forsætisráðherra sem ætti að komast að sameiginlegri niðurstöðu um upplýsingagjöf aftur í tímann.

Bjarni sagði fyrirspurnina ósmekklega og að fyrrverandi fréttamönnum Stöðvar 2, sem væri í þeirri fyrirtækjagrúppu sem væri helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar, væri velkomið að nota þennan vettvang en það væri annað mál hvort það væri málefnalegt. Hann sagðist velta því fyrir sér hvort væri óþægilegra, að vera fréttamaður Stöðvar 2 eða þingmaður Samfylkingarinnar þegar svona rík fjárhagsleg tengsl væru gerð opinber?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert